• Orðrómur

Grillaður maís með fetaosti, sýrðum rjóma og chili

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þó svo að bakaða kartaflan og hvítlaukssósan standi alltaf fyrir sínu er um að gera að stíga út fyrir þægindarammann þetta grillsumarið. Þessi grillaði maís ætti að höfða til flestra sælkera.

 

4 stk. heilir maísstönglar
120 ml majónes
250 ml sýrður rjómi
1½ hnefafylli kóríander, saxaður smátt
80 g rifin parmesan-ostur
150 g hreinn fetaostur, mulinn niður
safi úr 1 límónu
½ tsk. cayenne-pipar, meira eftir smekk
2 límónur skornar í báta, til að bera fram og kreista yfir maísinn

Grillið maísinn í 8-10 mín á heitu grilli. Snúið honum við reglulega þannig að allar hliðar grillist jafnt.

- Auglýsing -

Í skál blandið saman majónesi, sýrðum rjóma og kóríander.

Takið maísinn af grillinu og penslið með majónesblöndunni. Kreistið yfir límónusafa og dreifið parmesan- og fetaosti yfir ásamt chili-dufti eftir smekk.

Stílisti / Nanna Teitsdóttir og Folda Guðlaugsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -