2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Grilluð bleikja með pestói og sætkartöflumauki

Auðveldlega er hægt að gera fisk að sælkerafæðu með réttri eldun og hér gefur Teddi okkur uppskriftir að einföldum en afar bragðgóðum fiskrétt sem er fullkominn forréttur.

­­­­­­­­­­

Grilluð bleikja
fyrir 4

2 flök bleikja
2 msk. rautt gæðapestó
salt
svartur nýmalaður pipar
2 msk. ólífuolía
6 perlulaukar, skornir til helminga
1 msk. smjör
rauð basilíka til skrauts, má sleppa

Skerið flökin til helminga. Penslið með pestóinu og kryddið með pipar og salti. Hitið olíuna á pönnu og látð perlulaukinn út á ásamt fiskinum.

Steikið hann fyrst á roðhliðinni í 1 mínútu, snúið við og látið smjörið saman við og steikið í 1 mínútu, veltið lauknum aðeins á meðan.

AUGLÝSING


Setjið sætkartöflumaukið á disk og látið fiskinn ofan á og raðið perlulauknum í kring. Skreytið með basilíku.

Sætkartöflumauk

½ sæt kartafla
2 dl rjómi
1 dl vatn
salt
svartur nýmalaður pipar

Skerið kartöfluna í grófa bita og sjóðið ásamt rjómanum og vatninu í 25 mínútur og maukið með töfrasprota. Kryddið með pipar og salti.

Uppskriftir / Theodór Smith
Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd /  Hákon Davíð Björnsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni