• Orðrómur

Guðdómlegur grænmetisréttur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Grænmetismatur býður upp á marga möguleika og spennandi getur verið að prófa sig áfram með öllum þeim nýjungum í korni, kryddi og grænmeti sem fæst nú hérlendis. Eftirfarandi réttur fellur klárlega í þann flokk að vera spennandi, en hann er bæði hollur og góður.

Kjúklingabaunapönnukökur með heilbökuðum gulrótum, radísum, klettakáli og ristaðri pekanhnetuolíu
fyrir 4
Gott er að nota teflon-pönnu til að steikja pönnukökurnar.

250 g kjúklingabaunahveiti
2 tsk. lyftiduft
200 ml vatn
um 2 tsk. sjávarsalt
8 litlar gulrætur, eða 4 stórar
1 tsk. eplaedik
1 ½ tsk. sjávarsalt
8 radísur, skornar í þunnar sneiðar
50 g pekanhnetur
100 ml ólífuolía
klettakál, til að bera fram

Hitið ofn í 200°C. Hrærið saman kjúklingabaunahveiti, lyftiduft og vatn með píski og setjið til hliðar. Setjið gulræturnar í eldfast mót með 2 msk. ólífuolíu, ediki og sjávarsalti. Bakið gulræturnar í um 20 mín. eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Takið úr ofninum og skerið gulræturnar í tvennt langsum. Setjið til hliðar. Ristið pekanhneturnar í ofni á bökunarplötu í um 15 mín. Hneturnar eiga að brenna vel. Setjið hneturnar í matvinnsluvél og maukið þar til þær eru orðnar að dufti. Setjið hneturnar í skál og blandið saman við restina af ólífuolíunni og 1 tsk. af sjávarsalti. Steikið deigið á heitri pönnu með olíu í um 2 mín. og snúið þeim við og steikið í um 1 mín. til viðbótar. Setjið pönnukökurnar á diska og dreifið yfir gulrótum, radísum og klettasalati. Berið fram með pekanhnetuolíu. Gott er að setja nóg af pekanhnetuolíunni á þennan rétt.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -