2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Halloumi-spjót eru góð á grillið

Grillsumarið er farið af stað og það er virkilega gaman að skella stundum í gómsæt grillspjót. Þessi eru með Halloumi-osti sem er einstaklega góður grillaður.

 

Halloumi-spjót

4-6 stk.

1 stk. Halloumi-ostur, skorinn í bita
1-2 stk. ferskjur, skornar í báta
1-2 stk. apríkósur, skornar í báta
1 lítill rauðlaukur, skorinn í bita
3-4 msk. ólífuolía
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Hitið grill eða grillpönnu og penslið létt með olíu. Raðið osti, ávöxtum og lauk til skiptis á grillpinna og penslið með olíu. Stráið salti og pipar yfir og grillið þar til osturinn hefur tekið fallegan lit.

AUGLÝSING


Athugið að Halloumi-ostur er svolítið lagskiptur þannig að best er að þræða hann þannig upp á grillpinnann að stungið sé í gegnum lögin í staðinn fyrir inn á milli þeirra, því þá er hætta á að ostbitarnir brotni í sundur.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni