- Auglýsing -
Nú skín sólin loksins og þá má blanda góðan drykk og skála á pallinum. Hér er dásamleg uppskrift að hefðbundna kokteilnum Cosmopolitan en þó með skemmtilegu tvisti!
Cosmopolitan með engifer
1 glas á fæti, svipað og á mynd
1 ½ sjúss vodki
1 sjúss Cointreau-appelsínulíkjör
1 sjúss trönuberjadjús
¾ sjúss sítrónusafi
4-5 sneiðar ferskt engifer
klakar
cosmopolitan-skraut, fæst í Hagkaup
sítrónubörkur til skrauts
Rennið sítrónu létt yfir brúnina á glasinu og dýfið ofan í cosmopolitan skrautið.
Fyllið hristara með klökum og bætið restinni af hráefninu saman við og hristið hressilega í u.þ.b. 15 sekúndur og hellið í glasið í gegnum sigti og skreytið með sítrónu. Berið strax fram.
Mynd / Aldís Pálsdóttir
Stílisti og texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir