2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Heimagert brauðrasp

Snilldarleið til að sporna við matarsóun.

 

Brauðrasp er auðvelt að gera heima og góð leið til að nýta brauðafganga. Þegar brauð byrjar að harðna er tilvalið að setja það í poka í frystinn í stað þess að henda því.

Þegar pokinn er fullur, takið þá brauðið og skerið gróft niður og setjið í matvinnsluvél á fullan kraft þar til brauðið er orðið að mylsnu.

Hitið ofn í 180°C. Setjið smjörpappír á ofnplötu og dreifið mylsnunni á pappírinn. Setjið í miðjan ofn í u.þ.b. 4-6 mínútur og hrærið í einu sinni þegar mylsnan hefur verið í ofninum í u.þ.b. 2-3 mínútur.

AUGLÝSING


Látið kólna alveg á plötunni. Hægt er að geyma raspið í frysti í u.þ.b. 6 mánuði en það ætti að geymast við stofuhita í 2-3 vikur, fer svolítið eftir því hvernig brauð var notað.

Sjá einnig nokkrar uppskriftir sem innihalda brauðrasp:

Lax með möndlum og sítrónusafa

Geggjaðar avókadó-franskar sem klikka ekki

Sælkera perlubyggsbollur með grænmeti

Lestu meira

Annað áhugavert efni