2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Heimagert hollt snakk

Baunir eru hollar og góðar og eru upplagt snakk þegar hugað er að hollustu. Til að vel heppnist er mikilvægt að þurrka þær vel á eldhúspappír áður en þær eru settar í ofninn. Hér er frábær uppskrift að krydduðum kjúklingabaunum sem eru þurrkaðar í ofni.

 

Ristaðar kjúklingabaunir
fyrir 4-6

2 dósir kjúklingabaunir
2 msk. ólífuolía
1 tsk. reykt paprika
1 tsk. paprika
1 tsk. sjávarsalt
nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 200°C. Sigtið kjúklingabaunirnar og þerrið vel með eldhúsbréfi.
Blandið olíunni og kryddinu saman í skál og bætið baununum út í. Setjið
bökunarpappír í ofnskúffu og dreifið vel úr kjúklingabaununum. Bakið þetta
í 30-40 mín.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni