Heimalagaður vanillusykur

Deila

- Auglýsing -

Margt af því sem við notum í eldhúsinu er hægt að nýta betur og vanillustangir eru einmitt gott dæmi um það, því þær er hægt að nota til að fá vanillubragð í sykurinn.

 

Þegar búið er að kljúfa vanillustöng í tvennt og nota úr henni fræin þá er tilvalið að setja stangirnar í krukku með sykri og loka.

Síðan er krukkan hrist reglulega í 2 vikur þannig að stangirnar snerti hvert sykurkorn.

Síðan er alltaf hægt að bæta nýjum sykri við og skipta gömlu stöngunum út fyrir nýjar.

 

- Advertisement -

Athugasemdir