Ný heimildamynd um íslenska matarhefð og matarsögu

Deila

- Auglýsing -

Gósendlandið er ný heimildamynd sem fjallar um íslenska matarhefðir og matarsögu Íslendinga.

 

Þann 17. október verður heimildamyndin Gósenlandið eftir Ásdísi Thoroddsen frumsýnd í Bíó Paradís.

Í Gósenlandinu er fjallað um íslenska matarhefð og þær breytingar sem hafa átt sér stað í matarsögu Íslendinga.

Skjáskot úr heimildamyndinni Gósenlandið.

Söguna segir Elín Methúsalemsdóttir heitin og fjölskylda hennar. „Elín sat sem barn við hlóðirnar í gamla burstabænum að Bustarfelli og tók þar síðar við búsforráðum og fluttist á sjöunda áratug í nýtískulegt hús við hliðina á því gamla. Dóttir hennar tók síðan við búinu með eiginmanni sínum sem nú gengur það áfram til sonarins,“ segir við stiklur úr myndinni.

Stiklur úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.

 

- Advertisement -

Athugasemdir