• Orðrómur

Heit beikonídýfa sem klárast alltaf í veislum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Brauðréttirnir eru þeir réttir sem yfirleitt hverfa fyrst í veislum og boðum enda prýðilegt mótvægi við dísætar kökur og tertur. Við þekkjum öll klassísku brauðterturnar og heitu réttina í formi eða rúllubrauði en hér kemur einn réttur sem bregður svolítið út af vananum.

Brauðið er borið fram með í staðinn fyrir að blanda því saman við, sem gerir þennan rétt
svolítið skemmtilegan.

Heit beikonídýfa með ristuðum snittubrauðsneiðum

fyrir 6

- Auglýsing -

1 snittubrauð
2 msk. ólífuolía
salt og svartur pipar

Hitið ofninn í 200°C. Skerið snittubrauðið í sneiðar og raðið á plötu með bökunarpappír.
Dreypið ólífuolíunni yfir og bragðbætið með salti og pipar. Ristið brauðsneiðarnar í ofninum í 5-7 mínútur eða þar til þær byrja að brúnast örlítið.

10 sneiðar beikon
3 vorlaukar, smátt saxaðir
150 g rifinn ostur
1 dós sýrður rjómi, 36%
400 g Philadelphia Sweet Chili-rjómaostur
svartur pipar

- Auglýsing -

Setjið bökunarpappír á plötu, raðið beikonsneiðunum á og steikið í ofninum þar til þær eru brúnaðar og stökkar. Látið beikonið kólna alveg áður en það er mulið smátt. Blandið vorlauk, rifnum osti, sýrðum rjóma, rjómaosti og svörtum pipar saman í skál. Hrærið beikonið saman við og setjið í eldfast mót. Bakið í 15 mín. eða þar til ídýfan byrjar að krauma í mótinu og brúnast örlítið ofan á. Berið fram með snittubrauðsneiðum.

Umsjón / Sólveig Jónsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -