Heitar kúrekasteikur og áhugaverð söfn í Fort Worth

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýlega fjallaði ég um kúrekabæinn Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum. Hér bendi ég á nokkru söfn og góða veitingastaði en einkenni matargerðarinnar á þessu svæði er kjöt og svokölluð tex-mex-matargerð.

 

Þrjú góð söfn í menningarhverfinu – Cultruarl District

Modern Art museum

Það sem er kannski áhugaverðast við þetta safn er byggingin sjálf en hún var hönnuð af japanska arkitektinum Tadao Ando. Þarna eru skemmtileg evrópsk listaverk frá því 1920 og upp úr en einnig amerísk verk frá árinu 1945 og upp úr og mætti nefna Andy Warhol, Jackson Pollock og Pablo Picasso svo fátt eitt sé nefnt.

Kimbell Art Museum

Þetta er lítið og þægilegt safn sem hýsir ýmsar sýningar og listviðburði. Safnið er kannski frægast fyrir að vera „besta litalistasafnið í Ameríku“ og státar af því að hýsa fyrsta málverk Michelangelo´s, The Torment of Saint Anthony. Á safninu er að finna listaverk eftir mjög fræga málara eins og Matisse, Cezanne, El Greco og Rembrandt.

National Cowgirl Museum & Hall of Fame

Eina safnið í heimi sem er tileinkað konum sem létu til sín taka í villta vestrinu. Safnið er lítið en áhugavert og gaman að skoða ýmsa muni sem þar eru til sýnis. Tilvalið safn fyrir kúrekastelpur og -stráka.

Matsölustaðir og barir

Café Modern í nýlistasafninu

Þessi staður er á nýlistasafninu Modern Art Museum sem fjallað er um hér í greininni en hann er sérlega vinsæll meðal heimamanna, sérstaklega um helgar. Nútímalegt umhverfi og gaman að sitja við glugga hjá vatninu. Matargerðin er nútímaleg en notast er við árstíðabundið gæðahráefni úr nærumhverfinu.

Taco Heads

Hér fást góð tacos og einnig góðar margarítur.

Þetta er ekta taco-búlla sem byrjaði starfsemi sína í matarbíl (food truck) í Fort Worth en varð svo vinsæl að þau bættu öðrum bíl við á stæðinu þar sem hann var staðsettur og settu tjald á milli. Síðan flutti staðurinn og opnaði þar sem hann er núna, rétt hjá Cowgirl-safninu. Mjög góð tacos og einnig góðar margarítur.

Woodshed Smokehouse

Yfirmatreiðslumaðurinn er hrifinn af öllu sem er grillað, glóðað og hægeldað.

Sérlega góður og skemmtilegur staður niðri við Trinity-ána og gaman að sitja úti, vinsæll meðal heimamanna. Þarna er áhersla á kjöt og meira kjöt sem á sér skýringu hjá yfirmatreiðslumanni staðarins, Tim Love, en hann er mjög hrifinn af öllu sem er grillað, glóðað og hægeldað en kjöt er einnig reykt á staðnum. Á Woodshed er hægt að fá pylsur, t.d. úr snákum og elg, svo fátt eitt sé nefnt.

Heim Barbecue

Staðurinn byrjaði sem matarbíll.

Nýlegur og vinsæll staður meðal heimamanna sem byrjaði sem matarbíll (food truck) en opnaði nýlega hálfgerðan skyndibitastað með áherslu á „barbeque“. Gott úrval er af ýmsu kjöti sem unnið er á staðnum. Ég mæli sérstaklega með brisket og pylsunni, sérlega gott.

Reata Restaurant

Þessi staður sem er í hjarta miðbæjarins er með fínan vestrænan Texas-mat. Þarna er haldið í hefðirnar og þjónarnir eru í útsaumuðum kúrekaskyrtum sem er skemmtilegt. Á Reata ætti enginn að fara svangur út enda skammtarnir sérlega stórir að hætti Texasbúa.

Thompson´s Bookstore bar

Lítill og notalegur bar í speak easy-stíl á Houston St. í miðbænum. Dökkar innréttingar og þægilegir stólar en þarna var áður bókabúð. Barinn er í miklu uppáhaldi hjá Harrison Ford sem kíkir við ef hann á leið um Fort Worth.

Hjólabar – Cow Town Cycle Party

Eflaust hafa einhverjir séð svokallaða hjólabari þar sem bargestir sitja og hjóla á meðan þeir drekka vatn eða eitthvað allt annað og hlusta á fjöruga tónlist. Ég verð að viðurkenna að þetta var mjög skemmtilegt og eitthvað sem gaman er að gera í hóp. Bíllinn, eða öllu heldur barinn, stoppaði á ýmsum stöðum þar sem hægt var að gæða sér á góðum drykk og hvíla sig eftir hjólaátökin. Þetta er iðja sem ég mæli sérstaklega með fyrir hópa.

Myndir / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Hópur kvenna afsakar sig

Íris Stefanía Skúladóttir og Sísi Ingólfsdóttir, konurnar á bak við feminíska listahópinn AFSAKIÐ, hafa opnað sýninguna Afsakið...

Fullorðin frumsýnt í kvöld

Gamanleikurinn Fullorðin verður frumsýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld. Fullorðin er sprenghlægileg sýning um það skelfilega...

Vögguvísur Hafdísar Huldar sú mest selda

Plata söngkonunnar Hafdísar Huld, Vöggu­vís­ur, er mest selda plata árs­ins­ 2020. Vögguvísur seld­ist í 3.939 ein­taka sam­kvæmt...

Elskar ostapinna

Berglindi Hreiðarsdóttur þarf ekki að kynna fyrir íslensku mataráhugafólki. Bloggsíðan hennar Gotterí og gersemar er stútfull af...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -