2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Himnesk súkkulaðiterta sem óhætt er að mæla með

Ómótstæðileg marensterta með súkkulaðirjóma og kirsuberjum. Það er óhætt að mæla með þessari.

Marens með súkkulaðirjóma og kirsuberjum
fyrir 8-10
marensbotnar:
4 eggjahvítur
2 dl sykur

Marens með súkkulaðirjóma og kirsuberjum.

Hitið ofn í 110°C á blásturstillingu. Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið helminginn af sykrinum saman við og þeytið áfram þar til blandan er stíf og glansandi. Blandið þá restinni af sykrinum varlega saman við með sleikju.

Teiknið 3 hringi á bökunarpappír (20-22 cm í þvermál) og skiptið marensblöndunni á milli þeirra. Dreifið úr deiginu innan hringjanna og bakið í 1 ½ – 2 klst. Athugið að það gæti þurft að færa plöturnar til tvisvar til þrisvar á bökunartímanum.

AUGLÝSING


Slökkvið á ofninum og látið botnana kólna alveg inni í honum. Setjið súkkulaðirjóma og kirsuber á milli botnanna og geymið kökuna í kæli í a.m.k. 2 klst. Sprautið súkkulaðiíssósu yfir kökuna rétt áður en hún er borin fram og skreytið með nokkrum kirsuberjum.

á milli:
300 g frosin kirsuber
1 msk. sykur
1-2 msk. sítrónusafi
súkkulaðirjómi:
200 g dökkt súkkulaði
2 msk. smjör
4 dl rjómi, þeyttur
súkkulaðiíssósa til þess að skreyta með

Setjið kirsuber, sykur og sítrónusafa saman í skál og látið standa þar til mesta frostið er farið úr berjunum, þau þurfa alls ekki að vera alveg þýdd, betra er að þau séu aðeins frosin.

Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði og látið kólna niður í stofuhita. Þeytið rjóma og blandið súkkulaðinu saman við með 2-3 handtökum, ekki meira því við viljum fá fallegt marmaramynstur í rjómann.

Setjið rjómann á milli botnananna ásamt kirsuberjunum en geymið svolítið af berjunum til þess að skreyta kökuna með.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni