Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Himneskur hreindýrapottréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pottréttir eru einkar þægilegur og góður matur og missið ekki kjarkinn þótt hráefnislistinn í uppskriftinni sé stundum langur, eldunin er yfirleitt einföld og oft bara notaður einn pottur.

 

Tilvalið er að gera stóra skammta og geyma til næsta dags því pottréttir eru jafnvel betri daginn eftir og þar fyrir utan eru þeir snilldarmatur í veislur. Hægt er að nota ýmiss konar kjöt í pottrétti en athugið að suðutími breytist eftir því hvers konar kjöt er notað. Hér er uppskrift að gómsætum rétti úr hreindýrahakki en ef það er ekki til staðar má að sjálfsögðu skipta því út fyrir annars konar hakk.

Hreindýrapottréttur
fyrir 6

1 kg hreindýrahakk
safi úr ½ sítrónu
2-3 msk. smjör
1 laukur, fínt skorinn
2 skalotlaukar, fínt skornir
2 hvítlauksgeirar, fínt rifnir
1 dós niðursoðnir tómatar
3-4 dl bjór
1-2 greinar ferskt tímían
2 msk. tómatpúrra
2-3 msk. sweet chili-sósa
½ tsk. chili-flögur
1 dós niðursoðnar smjörbaunir eða
svartbaunir
hnefafylli fersk steinselja, smátt
söxuð

Kreistið sítrónusafa yfir hreindýrahakkið og blandið vel saman. Hitið smjör í stórum potti og steikið lauk, skalotlauk og hvítlauk í nokkrar mín. eða þar til laukurinn er mjúkur. Bætið þá hakkinu saman við og brúnið það.

Bætið niðursoðnum tómötum, bjór, tímían-greinum, tómatpúrru, sweet chili-sósu og chili-flögum út í pottinn og látið malla undir loki á vægum hita í u.þ.b. 1 ½ klst. Takið lokið af ef pottrétturinn er of þunnur og látið hann þannig sjóða niður. Skolið baunirnar vel og bætið út í rétt undir lokin þannig að þær hitni vel í gegn.

Bragðbætið með salti og pipar og ferskri steinselju. Berið fram með góðu brauði, hrísgrjónum og fersku salati.

- Auglýsing -

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -