Hrikalega góður og einfaldur laxaréttur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lax er sælkerafæða sem hægt er að hafa hvort sem er spari eða hversdags. Þessi uppskrift er sérlega gómsæt og einföld þar sem allt er sett í eitt eldfast mót og inn í ofn. Hægt er að leika sér með hin ýmsu hráefni og bæta við. Stundum set ég ferskan smátt skorinn engifer saman við og smátt skorna sveppi. Hrísgrjón eru afar góð með réttinum en einnig er tilvalið að bera núðlur fram með honum.

Lax með kóríander og límónu
fyrir 3-4

800 g laxaflak
4 msk. olía
hnefafylli kóríander
1 límóna, börkur og safi
2 rauð chili-aldin
3 hvítlauksgeirar
1 dl teryaki-sósa
1 tsk. fiskisósa
4 msk. hoisin-sósa
svartur nýmalaður pipar
50 g kasjúhnetur

Hitið ofninn í 180°C. Þvoið og þerrið laxaflakið og penslið 1 msk. af olíu í eldfast mót. Leggið laxinn í mótið. Blandið öllu hráefninu saman nema hnetunum. Þekið laxaflakið með kryddjurtablöndunni og sáldrið hnetunum yfir. Bakið í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til laxinn er tilbúinn. Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira