2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Huggulegt möns undir rauðri viðvörun

Fátt er meira kósí en að vera heima í funheitri íbúð, með kveikt á kertum og maula eitthvað gott meðan óveður geysar úti. Þessi réttur er mjög einfaldur í undirbúningi og tekur aðeins nokkrar mínútur að skella í hann. Nauðsynlegt er að bera ís eða rjóma fram með þessum rétti.

 

STEIKTIR BANANAR MEÐ KASJÚHNETUM
fyrir 4

100 g kasjúhnetur
2 tsk. smjör
4 bananar, skornir langsum
4 tsk. hrásykur
safi úr hálfri sítrónu

Ristið kasjúhneturnar og saxið þær í grófa bita. Bræðið smjör á pönnu, veltið bönununum upp úr sykrinum og steikið á báðum hliðum þar til þeir fá á sig gullinbrúnan lit.

Kreistið safann úr sítrónunni og stráið hnetunum yfir banananna í lokin og berið fram með ís eða rjóma.

AUGLÝSING


Uppskrift / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Kristín Dröfn Einarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni