Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Hvað er hnúðkál?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hnúðkál flokkast ekki undir rótargrænmeti heldur undir garðkál. Það er skylt blómkáli, brokkólí og grænkáli. Hnúðurinn sem við borðum, eða kálhausinn er hluti af stilknum en ekki rótinni. Stilkurinn getur verið grænn, hvítur eða fjólublár en kjötið er alltaf hvítt.

Hnúðkálið er hálfsérkennilegt í útliti því topphluti stöngulsins myndar hnúð og standa blöðin upp af hnúðnum. Það er talið af ítölskum uppruna og byrjað var að rækta það á Norðulöndunum á 17. öld. Vinsældir hnúðkálsins hafa farið vaxandi í norrænni matargerð síðustu áratugi.

  • Það má borða blöðin af hnúðkálinu. Best eru þau steikt eða gufusoðin en einnig er hægt að skera þau niður í salat.Það má líka klippa ung blöð af kálinu á meðan það er að vaxa og svipar þeim þá til spínats.
  • Hnúðkál er mikið notað í Austur-Evrópu og Þýskalandi. Það er oftast notað eins og gulrófur og næpur og þykir bragðið vera áþekkt þeim tegundum en heldur fínlegra.
  • Hnúðkál er ríkt af C- og B-vítamínum og af steinefnum. Það er mjög trefjaríkt, inniheldur litla fitu og er mjög kaloríusnautt.
  • Best er að geyma það í kæli. Það þarf ekki að pakka því inn því engin hætta er á vatnstapi. Best er að borða það innan 10 daga frá uppskeru.

Hnúðkálsbollurnar eru hentugur pinnamatur í veislur og smakkast vel hvort sem þær eru heitar eða kaldar og  jógúrtsósan er frábær með.

Djúpsteiktar hnúðkálsbollur
fyrir 4

1 hnúðkálshöfuð, afhýtt                                                             
½ bökunarkartafla
3 hvítlauksgeirar
1 laukur
1 sítrónugras
4 msk. maísmjöl
2 kúfaðar msk. hnetur að eigin vali, t.d kasjúhnetur eða valhnetur
hnefafylli af ferskri myntu
hnefafylli af ferskri steinselju
1 egg
olía til djúpsteikingar

salt og pipar eftir smekk

Brytjið hnúðkálið, kartöfluna, lauk og hvítlauk í grófa bita og setjið í matvinnsluvél. Bætið afgangnum af hráefninu saman við og látið vélina ganga áfram. Smakkið til með salti og pipar. Maukið á að vera mjög fíngert. Geymið í ísskáp í að minnsta kosti 1 klukkustund. Maukið á að vera nokkuð blautt viðkomu en ef það helst ekki nægilega vel saman má bæta við svolitlu maísmjöli. Búið til litlar kúlur með teskeiðum og djúpsteikið í olíu þar til bollurnar fá gullinbrúnan lit á sig. Notið helst gataspaða til að veiða bollurnar upp úr olíunni og gott er leggja þær á eldhúsþurrkur. Bollurnar eiga að vera um það bil munnbiti að stærð.

 

- Auglýsing -

 

 

Jógúrtsósa:

- Auglýsing -

2 dl grísk jógúrt
1 dl smátt skorin fersk mynta
safi úr einni límónu
½ tsk. salt
nýmalaður pipar

Blandið öllu saman sem á að fara í sósuna. Gott er að láta hana standa örlítið áður en hún er borin fram þá verður hún bragðmeiri.

 

Myndir/ Hákon Davíð Björnsson

Stílisti/ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -