Hvað passar með kryddjurtinni?

Deila

- Auglýsing -

Dill: Salöt, kryddlegir, súpur, fiskur, egg, edik.

Á sumrin erum við líklegri til að neyta kryddjurta enda úrvalið meira og margir sem rækta gómsætar jurtir í görðum og gluggum á þessum árstíma.

Góðar og ferskar kryddjurtir gera allan mat betri en mismunandi er hvers konar matur passar með hverri jurt. Hér er listi frá Gestgjafanum sem gott er að styðjast við í eldamennskunni.

 • Dill: Salöt, kryddlegir, súpur, fiskur, egg, edik
 • Basilíka: Tómatar, pastaréttir, kjúklingur, salöt, ostur
 • Graslaukur: Salöt, súpur, fiskur, pastaréttir, grænmeti
 • Kóríander: Pottréttir, kjúklingur, súpur, grænmeti, fiskur
 • Rósmarín: Kartöflur, svínakjöt, pottréttir, grænmeti, kjúklingur, lambakjöt, svínakjöt
 • Salvía: Kartöflur, svínakjöt, pylsur, kryddlegir
 • Fáfnisgras: Kjúklingur, fiskur, kálfakjöt, sósur, edik
 • Steinselja: Súpur, skelfiskur, pastaréttir, pottréttir, salöt, grænmeti, baunaréttir
 • Timían/garðablóðberg: Lambakjöt, tómatar, sósur, kjúklingur, nautakjöt, pottréttir
 • Mynta: Lambakjöt, drykkir, grænmeti, baunir, sósur, eftirréttir
 • Meiran/marjoram: Pastaréttir, pítsur, sósur, kjúklingur, nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt, grænmeti
 • Bergmynta/óreganó: Pastaréttir, pítsur, nautakjöt, kjúklingur, svínakjöt, olíur, grænmeti

Mynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

- Advertisement -

Athugasemdir