• Orðrómur

Hvers vegna urðu þau vegan?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í kvöld, fimmtudaginn 14 janúar, klukkan 20:00 munu Samtök grænkera og Landvernd halda viðburð undir yfirskriftinni Trúnó! Hvers vegna varðst þú vegan?. Viðburðurinn verður haldinn í beinni útsendingu á Facebook-síðu Veganúar.

Þátttakendurnir, sex veganistar, segja frá því hvað varð til þess að þau urðu vegan og kynna fyrir áhugasömum kosti vegan mataræðisins og lífsstílsins eins og hann leggur sig. Í kjölfarið munu þau svara spurningum.

Þátttakendur í ár eru:

- Auglýsing -

Andrea Ósk Sigurbjörns, 26 ára hinsegin vegan aktívisti. „Að hafa hátt um tilverurétt dýra og vinna gegn mismunun í garð jaðarsettra hópa er toppur tilverunnar minnar.“

Aldís Amah Hamilton, leikkona útskrifast frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Þá steig hún sín fyrstu skref á sviði sem Desdemóna hans Shakespeares. Hún hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi en hún lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum Föngum og Brot.

Eyþór Eðvarðsson, starfar sem stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og er með M.A. í vinnusálfræði. Hann er grænkeri og hefur aldrei liðið betur í líkama og sál.

- Auglýsing -

Kjartan Jónsson, 27 ára klifrari, hefur stundað klifur síðan 2008 og náð bestum árangri í íþróttinni eftir að hann varð vegan 2015.

Alda Villiljós, er norn, bakari, stjörnuspekingur, listskapari og hinsegin aktívisti. Hán hefur rekið vegan veitingaþjónustuna Namm! frá 2019 og tók þátt í stofnun Aktívegan og Vegan Samtakanna sem síðar sameinaðist Samtökum grænkera á Íslandi.

María Birta Bjarnadóttir, er leikkona, fyrirsæta og athafnakona búsett í Las Vegas. Hún sló ung í gegn í kvikmyndinni Svartur á leik og rak vinsæla fataverslun Manía samhliða því að koma sér áfram sem leikkona. Nú er hún að leika bæði hér heima og í BNA.

- Auglýsing -

Áhugaverður viðburður fyrir þá sem eru forvitnir um hvað felst í því að vera grænkeri og hverjir kostirnir eru.

Viðburðinn og streymið má nálgast með því að smella hérna.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -