2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hvítdúkaður Laugavegur

Í tilefni af sumarsólstöðum mun vera blásið til útiveislu á Laugaveginum 20. júní næstkomandi.

 

maturinn á Sumac er bæði fallegur og gómsætur mynd/Aldís Pálsdóttir

Veitingarstaðirnir sem koma að þessu skemmtilega framtaki eru Vínstúkan tíu sopar, Sumac og Puplic house þannig að það er óhætt að segja að bæði veitingar og drykkir verða ekki í verri kantinum. Sett verður upp hvítdúkað langborð eftir endilöngum Laugaveginum, þar sem fólk getur sest niður og notið matar og drykkjar.

Fyrri part dagsins verður grillstemning og götumatur en um kvöldið verður alvöru veisla þar sem boðið verður upp á mat frá þessum frábæru stöðum. Viðburðarstjórnendur segjast hafa pantað gott veður fyrir daginn, en það er þó alltaf góð hugmynd að klæða sig eftir veðri hvort sem það verða stuttbuxur eða regngalli því þetta er viðburður sem enginn sælkeri ætti að láta fram hjá sér fara.

Lestu meira

Annað áhugavert efni