2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hvítt og hátíðlegt jólaborð!

Diskur fyrir aðalrétt er hafður sem miðpunktur og lagður um það bil einn sentimetra frá borðbrún. Ofan á hann er lögð servíetta og forrétta/ súpudiskur þar ofan á. Skeið/gaffall fyrir eftirrétt eru lögð ofan við disk. Og svo er það punkturinn yfir -ið: falleg skreyting ofan á disknum.

Gaman er að leggja fallega á borð um hátíðarnar og alltaf er gott að fá nýjar hugmyndir.

Mannlíf fékk Bríeti Ósk Guðrúnardóttur til að leggja á borð og útkoman er sannarlega falleg eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Bríeti, sem hefur brennandi áhuga á hönnun og hönnunarvöru, finnst fátt skemmtilegra en að nostra við jólaborðið og raða fallegum hlutum saman enda er hún lærður hönnuður.

Hún útskrifaðist úr hönnunarskólanum IED í Barcelona árið 2012 og hefur sinnt ýmsum hönnunarverkum síðan þá en Bríet skutlast líka um háloftin þar sem hún þjónustar farþega flugfélagsins WOW air.

AUGLÝSING


Þótt gott sé að leggja á borð fyrir matarboð með góðum fyrirvara, jafnvel deginum áður, var Bríet ekki lengi að hugsa sig um þegar Mannlíf bað hana um að leggja hátíðlega á borð, enda fagmanneskja á ferð.

Eins og sést á myndunum leggur hún upp úr einfaldleikanum í fallegri framsetningu, þar sem hvítur er alls ráðandi og kerti og blóm og skreytingar gegna veigamiklu hlutverki á veisluborðinu.

Bríet var ekki lengi að hugsa sig um þegar Mannlíf bað hana um að leggja hátíðlega á borð.

 

Allur borðbúnaður er frá Húsgagnahöllinni og blóm og skreytingar frá Garðheimum.

Einfaldleikinn í fyrirrúmi.

 

Kerti og blóm og skreytingar gegna veigamiklu hlutverki á veisluborðinu.

Fleiri myndir í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Stílisti / Bríet Ósk Guðrúnardóttir
Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni