Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Innlit á veitingastaðinn Flatey Pizza úti á Granda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á hvössum og köldum haustdegi kíktu blaðamaður og ljósmyndari inn í hlýjuna á nýjum veitingastað úti á Granda.

Vinirnir Haukur Már Gestsson, Brynjar Guðjónsson, Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson standa að staðnum en Sindri Snær og Jón Davíð eru þekktir í tískuheimi Reykjavíkur. Þeir eru eigendur verslunarinnar Húrra Reykjavík sem er starfrækt á tveimur stöðum á Hverfisgötunni og hefur átt góðu gengi að fagna.

Hvað kom til að þeir ákváðu að opna saman pítsustað? „Við erum æskuvinir úr Laugardalnum og þetta byrjaði á því að við Binni fórum að þróa með okkur þráhyggju fyrir ákveðinni pítsugerðarhefð eftir að hafa upplifað hana erlendis,“ segir Haukur. „Svo fórum við að spjalla við Sindra og Jón sem urðu strax mjög heillaðir, en þeir höfðu þá verið að láta sig dreyma um að opna veitingahús í nokkurn tíma. Eitt leiddi af öðru og á endanum fórum við saman í vísindaferð til London, borðuðum á tíu Napoletana-pítsustöðum á þremur dögum og í kjölfarið ákváðum við að kýla á þetta.“

„Það þarf mikla þjálfun til að gera svona pítsur, sérstaklega ef maður ætlar að gera það almennilega.“

Haukur hefur lengi haft áhuga á pítsugerð. „Ég hafði verið að fikta við súrdeigsbakstur í nokkur ár og svo smakkaði ég þessa tegund af pítsu í New York árið 2009. Síðan þá hef ég verið að leika mér að þessu heima hjá mér.“

Greinilegt er að pítsugerð er mikil ástríða hjá vinunum. Eftir að hafa afráðið að opna veitingastaðinn, ákváðu Brynjar og Haukur að ferðast til Napólí til að ná betri tökum á þeirri list að baka Napólípítsur. „Það þarf mikla þjálfun til að gera svona pítsur,“ segir Haukur, „sérstaklega ef maður ætlar að gera það almennilega. Við vörðum tveimur vikum í Napólí og hittum alla þá sem vildu fræða okkur um þessa pítsuhefð, m.a. AVPN-samtökin um verndun Napólípítsuhefðar. Svo eyddum við auðvitað drjúgum tíma á mörgum af þekktustu pítsustöðunum í Napólí, en í heildina eru um fjögur þúsund pítsustaðir í borginni.“

Viðtalið í heild má lesa í kökublaði Gestgjafans.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -