• Orðrómur

Ítalskt og einfalt er þemað í geggjuðu nýju tölublaði Gestgjafans

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Forsíðumyndin á nýja blaðinu er einstaklega flott en hún er úr spennandi aperitivo-þætti sem finna má í blaðinu og ber með sér ákveðinn keim af sjöunda og áttunda áratugnum. Meginþemað er ítalskur matur á einföldum nótum en að auki er annað fjölbreytt efni og fróðleikur sem tengist þessu einstaka matarlandi.

Það skiptir miklu máli að nota hágæða hráefni þegar matreiðslan er einföld. Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

Uppskriftir að gómsætum og sniðugum pítsum ásamt pastaréttum, bruchettum, pasta og salötum svo fátt eitt sé nefnt. Afar girnilegur og flottur þáttur í anda aperitivo, sem eru smáréttir og drykkir sem Ítalir borða upp úr kl. 18, þar má finna klassíska og gómsæta litla rétti eins og burrata-ost með kryddolíu, unaðslegar aranchini með mozzarella-osti, foccacia-brauð með valhnetum og ansjósum ásamt steiktri polentu með parmesanosti og pestósósu. Að auki eru spennandi drykkir í þættinum sem innihalda hina þekktu drykki, Campari og Aperol.

- Auglýsing -

Ítölsk máltíð er ekki fullkomin nema hún endi á sætum bita en í blaðinu eru einmitt uppskriftir að panna-cotta, nutella-ís með hvítu súkkulaði, limoncello sorbet, bomboloni og expresso martini tiramisu.

Vanillu-panna cotta með jarðarberja-granítu. Mynd/ Hallur Karlsson

Í blaðinu er unaðsleg ítölsk veisla sem hjónin Íris Ann Sigurðardóttir og Lucas Keller, betur þekkt sem eigendur Coocoo’s Nest, héldu en þar bjóða þau upp á ýmsa spennandi rétti og drykki í góðra vina hópi. Á ferðasíðum blaðsins má finna tvö innlit á áhugaverða staði ekki langt frá höfuðborginni, annar þeirra, Fiskbarinn, er nýr af nálinni en hann er staðsettur í Keflavík en hinn er í Þorlákshöfn og heitir Hendur í höfn.

- Auglýsing -

Við heimsækjum Fiskbarinn. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Í þessu fallega tölublaði Gestgjafans er að finna ýmsan fróðleik um mat, vín og ferðalög svo fátt eitt sé nefnt.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -