• Orðrómur

 „Jógúrtostur sem allir geta gert“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þær Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir, kölluð Silla, og Hildigunnur Einarsdóttir hafa alltaf haft brennandi áhuga á mat og matargerð. Þær stukku á tækifærið í breyttu landslagi vegna COVID í fyrra og settu á laggirnar veitingaþjónustuna Sónó Matseljur. Hugmyndin vatt upp á sig og í dag er Sónó rekið sem grænmetisstaður í Norræna húsinu.

Í nýjasta Gestgjafanum er að finna viðtal við þær og þrjár uppskriftir að gómsætum réttum sem þær deila með lesendum. Þeir réttir eru blóðappelsínusalat með sótrónusósupilaff og ajo blanco sem er köld möndlusúpa. Til viðbótar deila þær hérna uppskrift að labneh.

„Er eitt af því sem ég held mest upp á er labneh því það fer með öllu en er um leið framandi og óvenjulegt fyrir okkur Íslendinga. Þetta er jógúrtostur sem allir geta gert, það eina sem þú þarft er sigti og klæði. Það má t.d. bera labneh fram með brauði,“ segir Sigurlaug.

- Auglýsing -

Labneh

950 ml grísk jogurt
¾ . tsk. salt
ólífuolía, til að setja yfir í lokin
salt og pipar, til að setja yfir í lokin
tsk. sumac-krydd, til að setja yfir í lokin
safi úr sítrónubát

Hrærið gríska jógúrt og salt saman. Hellið jógúrtinni í sigti sem er klætt með hreinu viskastykki, pakkaði jógúrtinni inn með viskastykkinu. Hafið sigtið ofan á skál en gætið þess að sigtið sitji ekki ofan í botni skálarinnar heldur að pláss sé fyrir vökvann að losna úr jógúrtinni. Geymið í kæli í hálfan til heilan sólarhring. Útkoman er þykk jógúrt, einskonar jógúrtostur.

- Auglýsing -

Þennan rétt er fallegt að fletja út á litríkan disk. Toppið með ólífuolíu, salti og pipar og sítrónusafa. Einnig hægt að toppa með ristuðum fræjum og kryddjurtum eftir smekk.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -