Kaffivélin hreinsuð

Deila

- Auglýsing -

Til er góð og einföld aðferð við að þrífa hefðbundnar kaffivélar (uppáhellivélar).

 

Blandið saman í kaffikönnuna þremur bollum af borðediki og sex bollum af vatni. Setjið kaffipoka í og kveikið á vélinni. Látið uppáhellinguna klárast, slökkvið á könnunni og hendið kaffipokanum.

Hellið vatninu úr könnunni og skolið hana vel, endurtakið ferlið þegar vélin hefur kólnað alveg en nú einungis með vatni, níu bollum. Ágætt er að gera þetta nokkrum sinnum á ári til að halda öllu „innvolsi“ vélarinnar hreinu og fínu.

 

- Advertisement -

Athugasemdir