• Orðrómur

Kaka með brúnuðu smjöri og bökuðu hvítu súkkulaði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bakaða hvíta súkkulaðið og brúnaða smjörið gefa þessari köku einstaklega góðan hnetukeim. Ég mæli með að bera hana fram rétt við stofuhita þannig að bragðið nái að njóta sín sem best. Einnig er gott að skera þessa köku niður í litla bita og bera fram sem konfektmola.

Kaka með brúnuðu smjöri og bökuðu hvítu súkkulaði

fyrir 12-15

225 g ósaltað smjör, skorið í litla bita
130 g púðursykur
220 g sykur
1 tsk. vanilludropar
2 egg
375 g hveiti, sigtað
1 tsk. matarsódi, sigtaður
1 tsk. vínsteinsduft, cream of tartar, sigtað

- Auglýsing -

Hitið ofn í 160°C. Setjið smjör á stóra og djúpa pönnu og hafið á miðlungsháum
hita. Þegar smjörið hefur bráðnað, látið það vera á hitanum í 3-4 mín. eða það
til það er byrjað að freiða og orðið gullinbrúnt. Hellið smjörinu yfir í skál og setjið til hliðar í 10-15 mín. þar til það hefur kólnað. Setjið brúnað smjör, púðursykur, sykur og vanilludropa í hrærivélarskál og þeytið saman í 5 mín.

Bætið einu eggi saman við smjörið í einu og hrærið vel á milli. Bætið hveiti, matarsóda og vínsteinsdufti út í. Hrærið saman á lágstilltum hraða þar til allt hefur samlagast vel. Setjið deigið á milli tveggja arka af smjörpappír og notið kökukefli til að rúlla því út.
Smjörpappírinn kemur í veg fyrir að deigið festist við kökukeflið. Rúllið þar til það er orðið að 30×40 cm ferhyrning og setjið deigið á bökunarplötu. Bakið kökuna í 20-22 mín. eða þar til hún er gullinbrún en miðjan er enn þá örlítið mjúk. Látið kökuna kólna á plötunni.

Bakað hvítt súkkulaði

720 g hvítt súkkulaði, skorið gróflega
250 ml rjómi

- Auglýsing -

Lækkið ofninn í 120°C, á meðan kakan er að kólna. Setjið hvíta súkkulaðið í eldfast
mót og bakið í 10 mín. Takið súkkulaðið úr ofninum og jafnið það út með sleikju. Bakið súkkulaðið í 40-45 mín. en takið það út úr ofninum á 10 mín. fresti og hrærið í súkkulaðinu.

Þegar súkkulaðið er orðið gullinbrúnt að lit, takið þar úr ofninum og setjið í stóra hitaþolna skál. Hitið rjóma þar til hann er við suðumark. Hellið rjómanum saman við súkkulaðið og hrærið í allan tíman þar til blandan hefur samlagast vel. Hellið súkkulaði blöndunni yfir kökuna og jafnið út með sleikju.

Kælið kökuna í 15-20 mín. áður en hún er skorin.

- Auglýsing -

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Stefanía Albertsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -