2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kaka sem klikkar ekki með kaffinu

Hefðin að bera eitthvað sætt fram með kaffinu er löng og mörg okkar eiga góðar minningar af afslöppuðum eftirmiðdögum þar sem gestgjafinn bar fram einfalt brauð eða köku bakaða í brauðformi ásamt kaffi. Hér er uppskrift sem er svo sannarlega vert að prófa.

Plómukaka með kardimommum
u.þ.b. 16 bitar

160 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
1½ tsk. kardimommur
½ tsk. salt
120 g smjör, mjúkt
150 g sykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1 dl ab-mjólk
4-5 plómur, skornar í tvennt og steinninn fjarlægður

Hitið ofn í 180°C. Smyrjið ferningslaga kökuform sem er u.þ.b. 22×22 cm og setjið til hliðar. Hrærið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, kardimommur og salt í skál. Þeytið saman smjör og sykur þar til það er ljóst og kremkennt, u.þ.b. 3-5 mín. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og hrærið vel saman á milli. Þeytið vanilludropana saman við. Bætið við helmingnum af þurrefnunum og hrærið þar til allt hefur samlagast, hellið ab-mjólkinni út í og hrærið. Hellið afganginum af þurrefnunum út í og blandið öllu vel saman en passið þó að ofhræra ekki deigið. Hellið deiginu ofan í formið og raðið plómuhelmingunum þétt ofan á. Bakið í miðjum ofni í 50-60 mín., eða þar til kökuprjónn kemur hreinn út.

Gott er að húða plómuhelmingana aðeins með hveiti svo þeir falli ekki í botninn á kökunni.

AUGLÝSING


Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni