2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kanntu að opna kampavínsflösku án þess að lenda á slysó? Gestgjafinn kann þau handtök!

Margir veigra sér við að opna kampavínsflöskur af ótta við að eitthvað fari úrskeiðis, eins og að tappinn hendist til dæmis á 30-40 kílómetra hraða í fólk eða húsbúnað með tilheyrandi afleiðingum.

 

Þessi ótti á fyllilega rétt sér enda til mýmörg dæmi um slys tengd kampavínsflöskuopnunum. Glóðaraugu, marblettir og brotnir gluggar eru meðal algengra óhappa en til eru dæmi um enn verri afleiðingar og því eins gott að kunna réttu handtökin!

Mynd: Tristan Gassert

Mikill þrýstingur getur verið inni í kampavíns- eða freyðivínsflösku og það er einmitt vegna þess sem tappinn er öðruvísi í laginu en t.d. á rauðvíns- eða hvítvínsflösku. Tappinn á kampavínsflösku er í laginu eins og sveppur en það er gert til að auðveldara sé að stjórna honum með fingrunum og til að koma í veg fyrir að hann brotni. Forðist að hrista flöskuna áður en hún er opnuð, þó svo að það sé stundum gert til að fagna sigri, við mælum eindregið með að því sé sleppt enda getur mikið vín farið til spillis sem við lítum mjög alvarlegum augum hér á Gestgjafanum!

AUGLÝSING


Hér eru einföld en góð ráð um það hvernig á að opna kampavínsflösku á öruggan og faglegan hátt!

Takið flöskuna varlega úr kælingu og rífið álpappírinn utan af tappanum. Setjið þumalfingur ofan á tappann á meðan vírinn er losaður frá. Hallið flöskunni frá ykkur og öðrum, takið þumalinn af rétt á meðan vírinn er fjarlægður og setjið þumalinn strax aftur á. Snúið nú flöskunni, ekki tappanum, það kemur í veg fyrir að tappinn brotni. Hafið þumalinn á tappanum allan tímann til að veita viðmót því gasið þrýstir tappanum út og munið að halla flöskunni alltaf frá ykkur og öðrum. Þegar tappinn losnar er víninu strax hellt í kampavínsglös og þá er bara eitt eftir … að skála og njóta!

Lestu meira

Annað áhugavert efni