Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Kemur mér spánskt fyrir sjónir að stéttir innan landbúnaðar vilji halda fast í niðurgreiðslur frá ríkinu án þess að horfa á upprunalegan tilgang þeirra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Axel Sigurðsson, nemi í matvælafræði og búfræðingur, hefur sterkar skoðanir á hérlendri matvælaframleiðslu og finnst hún og íslenskur landbúnaður að mörgu leyti glíma við andlega stöðnun. Axel er í viðtali í nýjasta tölublaði Gestgjafans, 4. tbl. 2020.

 

„Það er lítill hópur innan landbúnaðarstéttanna sem hefur framtíðarsýn um hvernig landbúnaðar geti þróast, vaxið og dafnað. Hinir virðast uppteknir af því að halda í kerfi frá 1990 og vilja litlar breytingar á innanlandsframleiðslu á sama tíma og framleiðslugeta búa eykst svo um munar. Það leiðir einfaldlega til færri og stærri búa, sem er ekkert endilega slæmt, en þá verða talsmenn núverandi kerfis að átta sig á að hröð fækkun innlendra kúabúa, sem dæmi, er ekki tilviljun heldur bein afleiðing af aukinni framleiðslugetu inn á örmarkað,“ segir Axel.

Heimatilbúinn Shankleesh-ostur sem Axel gefur uppskrift af í 4. tbl. Gestgjafans. Mynd/Unnur Magna

„Eins kemur það mér spánskt fyrir sjónir að stéttir innan landbúnaðar vilji halda fast í niðurgreiðslur frá ríkinu án þess að horfa á upprunalegan tilgang þeirra, en hann var hugsaður á sínum tíma til að lækka verð á vörum til neytenda. Þegar framleiðslustéttir vilja hvorki vita né tala um hver framleiðslukostnaður þeirra er við vörurnar en kvarta sáran yfir því að verð til þeirra lækki frá afurðarstöðvum, að milliliðir og verslanir séu „að stela“ frá þeim, eða að innflutningur sé að stela frá þeim innanlandsmarkaði, verður maður að spyrja sig hvort tilgangur niðurgreiðslna árið 2020 eigi jafn mikið erindi og 1990. Ég tek fram að mér finnst niðurgreiðslur eiga rétt á sér en þær þurftu að vera meira almenns eðlis. Ég sé mörg tækifæri fyrir aukna matvælaframleiðslu á Íslandi en til þess að nýta þau verða menn að hugsa stærra og út fyrir vanafastan hugsanagang sem og sníða niðurgreiðslur á frumframleiðsluvörum á þann hátt að framleiðendur geti gripið fyrr til vopna til að svara þörfum markaðarins. Eins þyrfti að einfalda hið séríslenska reglugerðarverk sem byggist á boðum og bönnum í stað sýnataka og mælinga á hvort matvara sé örugg til neyslu og þannig markaðshæf.“

Ítarlegra viðtal er við Axel í nýjasta tölublaði Gestgjafans, 4. tbl. 2020, auk þess sem hann gefur lesendum uppskriftir að heimatilbúinni haframjólk og Shankleesh-osti.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -