2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Keppt í sex flokkum í matarhandverki

Askurinn, Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, verður haldin 19.-21. nóvember.

 

Keppnin felur í sér að framleiðendur fá faglegt mat á gæði vörunnar og eru verðlaun veitt fyrir þær vörur er þykja skara fram úr.

Keppt verður í 6 keppnisflokkum:

  • Mjólkurvörur
  • Kjöt
  • Fiskur & sjávarfang
  • Bakstur
  • Ber, ávextir og grænmeti
  • Nýsköpun í matarhandverki

Matarhandverk snýst um að skapa vörur þar sem lögð er áhersla á einstakt bragð, gæði og ímynd, sem iðnaður getur ekki búið til. Áherslan er á að nota staðbundin hráefni, framleiðslu í litlu magni sem er oft svæðisbundin.

AUGLÝSING


„Matarhandverksvörur eru heilnæmar, án óþarfra aukaefna og vörur sem hægt er að rekja til upprunans. Aðalsmerki matarhandverks er að nota það hráefni, mannafla og verkkunnáttu sem fyrirfinnst á staðnum, í gegnum alla framleiðslukeðjuna. Í matarhandverki er lögð áhersla á að þróa hefðbundnar vörur fyrir neytendur dagsins í dag,“ segir um viðburðinn á vef Matís. Matís ohf. stendur að keppninni í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands.

Úrslit keppninnar verða tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23. nóvember kl 14:00.

Lestu meira

Annað áhugavert efni