• Orðrómur

Kjötinu skipt út fyrir melónur, gulrætur og sveppi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Auknar vinsældir vegan-mataræðisins hafa gert það að verkum að kokkar um víða veröld eru farnir að gera tilraunir með grænmetisfæði í auknum mæli. Til að anna eftirspurn eftir veganmat hefur til dæmis bandaríski kokkurinn Will Horowits fullkomnað reykta vatnsmelónu sem hægt er að panta á veitingastaðnum hans í New York.

Í nýrri umfjöllun New York Times er fjallað um nokkra kokka sem hafa undanfarið gert ýmsar tilraunir með spennandi rétti sem innihalda engar dýraafurðir.

Reykt melóna í staðin fyrir skinku, gulrætur í staðin fyrir pulsur, radísur í staðin fyrir prosciutto-skinku og þurrkað rótargrænmeti í staðin fyrir þurrkað nautakjöt eru nokkur dæmi um hráefni í vinsælum réttum þar sem kjöti er skipt út fyrir ávexti eða grænmeti með góðum árangri. Og möguleikarnir virðast vera endalausir.

- Auglýsing -

Kokkurinn Will Horowits, eigandi Ducks Eatery á Manhattan í New York, hefur undanfarið gert ýmsar tilraunir sem slegið hafa í gegn. Hann á meðal annars heiðurinn að reyktu vatnsmelónunni sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðan hún var fyrst kynnt til leiks hjá Ducks Eatery fyrir tveimur árum. Melónan er maríneruð og elduð eins og purusteik.

Á Ducks Eatery er einnig hægt að fá hamborgara með cantaloupe-melónu sem kemur í staðin fyrir kjöt.

- Auglýsing -

Horowits hannaði svo sérstakar gulrótarpylsur fyrir skyndibitastaðinn By Chloesá réttur hefur notið mikilla vinsælda. Gulrótin er reykt og borin fram í pylsubrauði, alveg eins og hefðbundin pulsa.

Mikil kúnst

- Auglýsing -

Kokkurinn Jeremy Umansky, einn eigandi veitingastaðarins Larder í Cleveland, hefur verið að gera tilraunir með grænmeti þar sem hann meðhöndlar það eins og kjöt. Hann býr til sitt eigið „kjötálegg” eða „charcuterie“, en auðvitað án kjötsins. Í stað kjöts notar hann t.d. rótargrænmeti og segir það mikla kúnst að ná fram réttu áferðinni og rétta bragðinu.

Umansky fór að gera tilraunir með kjötlausa rétti vegna umhverfissjónarmiða. Hann segir loftslagsmál vera stóru áskorunina sem blasir við mannkyninu og umhverfisvænar lausnir í matreiðslu eru honum hugleiknar.

Reykt bragð gerir mikið fyrir kjötætur

Kokkurinn Rich Landau opnaði staðinn Fancy Radish í Washington árið 2018, á þeim stað er aðeins boðið upp á vegan-mat. Landau tekur fram að fjölbreyttur hópur fólks borði á Fancy Radish, ekki bara grænkerar.

Á matseðlinum er m.a. vegan BLT samloka sem er vinsæl en í staðin fyrir beikon eru reyktir þurrkaðir sveppir á samlokunni svo dæmi sé tekið. Landau segir reykt bragð gera mikið fyrir þá sem vanalega elska kjöt. „Markmið okkar er ekki að líkja eftir kjöti,” segir Landau í samtali við NY Times. Hann segir að þau einblíni frekar á að sýna öllum, líka kjötætum, hvaða möguleika grænmeti og ávextir hafa.

Sjálfur segir hann hafa elskað kjöt en gefið kjötát upp á bátinn vegna dýraverndunarsjónarmiða.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -