• Orðrómur

Kjötsúpa með lambaskönkum og perlubyggi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kjötsúpa er í augum margra dæmigerður íslenskur matur og er alltaf vinsæl, bæði hjá ungum sem öldnum. Algengast er að nota gulrófur, gulrætur og hvítkál í súpuna, annað hvort haframjöl eða hrísgrjón og bæta síðan þurrkuðum súpujurtum saman við.

Súpan er næringarík og saðsöm og hentar því einnig vel í útilegur og alla útvist og verður bara betri með hverjum deginum. Mikið er til af sniðugum boxum til að setja súpuna í og hita svo upp.
Ég ákvað að búa til kjötsúpu með lambaskönkum og hráefni eins og íslensku perlubyggi, perlulauk og kryddi sem ekki eru í þeirri hefðbundnu. Þetta kom ljómandi vel út. Kjötið og grænmetið var eldað í ofni en að sjálfsögðu má skella öllu saman í pott og útbúa súpuna á gamla mátann. Ef hún er elduð í ofninum er gott að nota pottjárnspott sem má fara í ofn.

Mynd / Hallur Karlsson

Kjötsúpa með lambaskönkum

fyrir 6-8

3 lambaskankar
2 msk. smjör
4 tsk. timían, þurrkað
2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. pipar
1,5 l vatn
60 ml fljótandi grænmetiskraftur, t.d. frá Tasty
1 búnt steinselja, saxað
8-10 perlulaukar, má vera annar laukur
4 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar
½-1 sellerírót, skorin í teninga
2 lárviðarlauf
250 g kartöflur að eigin vali, skornar í bita
salt og pipar

- Auglýsing -

Hitið ofninn í 170°C. Steikið skankana í smjöri á pönnu eða í potti sem má fara í ofn í nokkrar mínútur. Kryddið með timíani og pipar og saltið. Hellið 200 ml af grænmetissoði í pottinn og setjið í ofninn í klst. Setjið grænmetið og kartöflurnar í pottinn ásamt steinselju og bakið áfram í 40 mín. Sjóðið perlubyggið í 15 mín. Takið pottinn úr ofninum og bætið afganginum af vatninu saman við ásamt perlubygginu. Hitið allt saman og bragðbætið með salti og pipar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Litríkt og ljúffengt á vorlegum nótum

Nýtt blað Gestgjafans er komið út og að þessu sinni erum við á vorlegum nótum. Blaðið er...

Ljúffeng pekanhnetubaka með þeyttum rjóma

Þessi ljúffenga pekanhnetubaka er fullkomnuð með þeyttum rjóma. Er ekki alveg tilvalið að baka smá um helgina? Pekanhnetubaka fyrir...

Fljótlegur fingramatur í veisluna – Jalapeno- og paprikukúlur

Það er alltaf skemmtilegt að bjóða upp á fingramat í bland við stærri rétti á hlaðborðinu. Hér...

Heit beikonídýfa sem klárast alltaf í veislum

Brauðréttirnir eru þeir réttir sem yfirleitt hverfa fyrst í veislum og boðum enda prýðilegt mótvægi við dísætar...

Páskamaturinn í aðalhlutverki – Fjölbreytt, ferskt og flott

Nýjasti Gestgjafinn er kominn út en í þessu skemmtilega blaði leika páskasteikur og geggjað meðlæti stórt hlutverk.Gott...

Ostafranskar með beikoni og blámygluosti

Hver elskar ekki franskar? Hér kemur uppskrift að spennandi og djúsí rétti þar sem beikon og blámygluostur...

Mexíkóskar pönnsur sem krakkarnir elska – Réttur sem smellpassar í frystinn

Hagsýnir heimilisrekendur eiga alltaf eitthvað tiltækt í frystinum sem auðvelt er að grípa til þegar lítill tími...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -