Kjúklingabringur með basil-pestói sem klikka ekki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kjúklingur er afar vinsælt hráefni og kannski ekki að furða því hann er bæði hollur og þægilegur í matreiðslu. Hér er ein afar gómsæt og fremur einföld uppskrift sem gælir við bragðlaukana.

 

Kjúklingabringur með fenníku og basilpestói

4 kjúklingabringur
1 stórt fenníku (fennel), saxað í þunnar sneiðar
1 askja kirsuberjatómatar
4 msk. ólífuolía
2 msk. balsamedik
1 tsk. paprikukrydd
sjávarsalt
svartur pipar

Byrjið á því að gera pestóið. Hitið ofninn í 180°C. Þekið ofnplötu með bökunarpappír, penslið með einni msk. af olíu á pappírinn og leggið kjúklingabringurnar ofan á. Raðið tómötum og fenníku í kringum bringurnar. Sáldrið restinni af olíunni yfir allt ásamt edikinu. Sáldrið paprikudufti yfir bringurnar og kryddið allt hráefnið með pipar og saltið síðan. Setjið u.þ.b. 2-3 msk. af pestó yfir bringurnar og grænmetið. Eldið í u.þ.b. 25-35 mínútur eða þar til bringurnar eru eldaðar í gegn. Takið kjúklinginn úr ofninum og dreifið pestóinu yfir bringurnar og grænmetið. Berið fram með pasta eða hrísgrjónum.

Basilpestó:
1 askja basilíka, laufin notuð
2 hvítlauksgeirar, afhýddir
40 g parmesanostur
50 g furuhnetur
1 tsk. sykur eða hunang
½ dl ólífuolía
2-3 msk. sítrónusafi
gróft sjávarsalt
svartur nýmalaður pipar

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél nema vökvann og salt og pipar. Látið vélina gagna í 15-20 sekúndur og bætið olíunni saman við og látið vélina ganga á miklum krafti þar til allt er vel samlagað. Magn olíunnar fer eftir því hvað þið viljið hafa pestóið blautt. Í þessa uppskrift er betra að hafa það fremur blautt og þess vegna getur þurft að bæta við olíu. Setjið 2 msk. af sítrónusafa saman við og bragðbætið með pipar og salti. Smakkið pestóið og metið hvort þurfi meira t.d. af sítrónusafa eða öðru hráefni.

Mynd: Heiða Helgadóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -