Kjúklingaleggir með ítölsku kryddi og sítrusávöxtum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fátt er sumarlegra en ilmurinn af grilluðu kjöti sem liggur yfir borgum og bæjum á hlýjum sólríkum kvöldum. Þegar kjöt er grillað er mikilvægt að reyna að tímasetja matseldina þannig að kjötið nái stofuhita áður en það er eldað, þannig eldast það jafnt og það kemur í veg fyrir að það verði orðið seigt yst og hrátt innst. Gott er að hafa kjöthitamæli við höndina þar sem best er að reiða sig á kjarnhita kjötsins til að fá sem besta eldun á kjötinu. Svo er bara að bjóða fólki í mat og gæða sér á góðum kræsingum og frískandi drykkjum, helst á pallinum.

 

Kjúklingaleggir með ítölsku kryddi og sítrusávöxtum

fyrir 4

Ítölsk kryddblanda

4 kjúklingaleggir með læri

2 msk. ólífuolía

2 msk. ítalskt rub

2 sítrónur, skornar í tvennt

2 appelsínur, skornar í tvennt

Náið upp meðalhita á grillinu. Makið kjúklinginn með ólífuolíu og nuddið rub-inu yfir alla bitana. Berið olíu á grindina á grillinu. Byrjið að grilla kjúklinginn þannig að skinnið snúi niður og snúið honum svo af og til og kreistið safann úr helmingnum af sítrusávöxtunum yfir með reglulegu millibili. Grillið kjúklinginn þar til hann er eldaður í gegn eða í 20-25 mín. Flytjið kjúklinginn yfir á bretti og grillið afganginn af sítrusávöxtunum með því að snúa skornu hliðinni niður og grilla þar til kjúklingurinn mýkist og hefur tekið á sig grillrákir, u.þ.b. 5-10 mín. Berið fram með grilluðu sítrusávöxtunum, góðu salati og nýjum kartöflum.

Ítölsk kryddblanda

Þessi kryddblanda er mjög góð á fisk, svínakjöt og fuglakjöt. Hellið örlítið af ólífuolíu yfir kjötið áður en þið nuddið kryddblöndunni saman við. Gott er að hafa í huga að það er salt í kryddblöndunni og því er ekki æskilegt að láta hráefnið marinerast með kryddblöndunni því annars byrjar það að eldast og gæti orðið of salt.

2 msk. púðursykur

2 msk. sjávarsalt

2 msk. þurrkað óreganó

2 msk. þurrkuð basilíka

2 msk. þurrkuð steinselja

Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið. Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita í fjórar vikur.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir  Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -