Klassískur íslenskur matur – með tvisti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ljúffengar og þjóðleg uppskrift úr tilraunaeldhúsi Gestgjafans.

 

Flatkökusnittur með piparrótarkremi, taðreyktum silungi og fersku dilli

Piparrótarkrem:

100 g rjómaostur, við stofuhita
2 msk. sýrður rjómi
2 msk. fersk piparrót, gróft rifin
1 tsk. salt
safi úr ½ sítrónu

Blandið saman í skál rjómaosti og sýrðum rjóma þangað til blandan verður létt og kekkjalaus. Gott er að gera það í hrærivél. Hrærið piparrót saman við og bragðbætið með salti og sítrónusafa. Setjið til hliðar.

Flatkökusnittur

24 snittur
3 heilar flatkökur, hver flatkaka skorin í 8 hluta
piparrótarkrem
2 flök taðreyktur silungur, má nota venjulegan reyktan silung eða lax
½ hnefafylli ferskt dill, laufin tekin af stilkunum, til skreytingar

Smyrjið skornu flatkökurnar með piparrótarkremi. Leggið 2 sneiðar af reyktum silungi ofan á og skreytið með fersku dilli.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira