Kolsvartur kokteill að hætti Írisar: „Þetta er væntanlega hollasti drykkurinn okkar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Þetta er bar í blóma með yfirnáttúrulegu ívafi,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir þegar hún er beðin um að lýsa staðnum Luna Flórens sem hún og eiginmaður hennar, Lucas Keller, opnuðu í fyrra úti á Granda. Þau reka einnig The Coocoo’s Nest í sama húsnæði.

„Nýlega fengum við hjónin tækifæri til að stækka The Coocoo’s Nest og nýttum tækifærið til þess að bæta við nýju konsepti og auka fjölbreytnina fyrir okkar viðskiptavini,“ útskýrir Íris.

Á Luna Flórens er hægt að kaupa kristalla, blóm, listaverk og kokteila ásamt öðrum veitingum.

 

Margir sælkerar kannast eflaust við Coocoo’s Nest en sá staður hefur notið mikilla vinsælda. Það er þó hægara sagt en gert að fá sæti á staðnum á háannatíma. „Þetta var tækifæri til þessa að bæta við sætum fyrir fastagesti Coocoo’s Nest. Staðirnir tveir eru innangengir og því hægt að njóta allra veitinga sem eru í boði á Coocoo’s Nesi inni á Lunu. Nú höfum við meira flæði og styttri bið eftir borði.“

Mynd / Íris Ann

Íris hefur stundum kallað Lunu Flórens „nornabar“. Spurð nánar út í það segir Íris: „Þessi staður er smávegis speglun af minni persónu en ég hef kallað mig norn síðan ég man eftir mér. Ég trúi á einskonar alheimsorku og töfra heims sem maður getur nýtt sér á margvíslegan hátt í sínu daglega lífi, ég vildi skapa ævintýraheim í þeim anda.“

Kokteilar í aðalhlutverki

Íris segir gómsæta kokteila spila stórt hlutverk á Lunu. „Við gerum mikið af okkur eigin söfum og nýtum spírur og íslenskar jurtir í kokteilana,“ segir Íris. Hún deilir hér uppskrift að svörtum kokteil með lesendum.

Mynd / Íris Ann

„Þetta er væntanlega hollasti drykkurinn okkar í honum er meðal annars „activated charcoal“ eða kol sem við fengum í Jurtaapótekinu sem er alveg ótrúlega hreinsandi.

Hreinsandi kolakokteill

1 skot vodki
1 skot Triple Sec eða svipaður appelsínulíkjör
1 skot granateplasafi sem við kreistum sjálf
1 skot sírónu/limesafi sem við kreistum sjálf
½ skot af agave-síróp
½ teskeið kol
Smávegis engifer rifa sett yfir blönduna

Hrista vel með klökum og sigta í martini-glas.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira