• Orðrómur

Kom mörgum á óvart þegar hann ákvað að fara í kokkinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tómas Aron Jóhannsson er ungur og upprennandi kokkur sem hefur starfað á veitingahúsinu Sumac frá árinu 2017 þar sem hann er nú yfirkokkur, en hann lærði meðal
annars hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni á Slippnum í Vestmannaeyjum. Gestgjafinn
kíkti í heimsókn á Sumac á dögunum og spurði hann spjörunum úr.

En hvernig stóð á því að Tómas Aron fór í kokkinn? Hann segir það hafa komið mörgum á óvart þegar hann hafi ákveðið að fara í kokkinn. „Ég var nefnilega mjög matvandur í æsku og það var ekki fyrr en seinna meir að mér fór að finnst gaman að leika mér í eldhúsinu, en sá það þó alltaf fyrir mér sem áhugamál. Bróðir pabba sagði mér svo frá því að Gísli Matt. sem er afar virtur og efnilegur kokkur frá Vestmannaeyjum, væri að leita nemum og sagði mér að ef ég hefði einhvern áhuga á að taka þetta alvarlega þá væri þetta tækifærið.“ Tómas segist hafa hugsað málið í nokkrar vikur áður en hann ákvað að láta slag standa og sagði upp starfi sínu hjá IKEA og þar með hófst kokkaævintýrið hans.

Þegar hann er spurður út í hvaða matargerð hann heillist helst að segir hann erfitt að svara þeirri spurningu. „En ef ég þyrfti að velja eina matargerð myndi ég segja að allur matur sem eldaður er yfir eldi heilli mig einna mest, mér finnst það spennandi. Það getur verið BBQ-staður í suðurríkjum Bandaríkjanna eða Asador á Norður-Spáni.“

- Auglýsing -

Það er þá kannski ekki tilviljun að Tómas er ánægður á Sumac þar sem mikill hluti eldamennskunnar fer fram yfir opnum eldi. „Ég heillaðist af Sumac því þetta var eitthvað nýtt og spennandi í íslensku veitingastaðaflórunni.“

Mynd / Hallur Karlsson

Lestu viðtalið við Tómas í heild sinni í nýjasta Gestgjafanum. Þá deilir hann líka nokkrum geggjuðum uppskriftum með lesendum, svo sem að steiktum saffranhrísgrjónum, grilluðum kjúklingaspjótum og grilluðum tómötum.

- Auglýsing -

Myndir / Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

„Tilgangur matar er að veita orku sem endist allan daginn“

Hanna Þóra Helgadóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur, gaf í fyrra út bókina Ketó – Uppskriftir –Hugmyndir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -