2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kraftmiklar kjötbollur

Hakk er hráefni sem auðvelt er að grípa til og útfæra á ýmsa vegu. Hér er fremur stór uppskrift að lúffengum kjötbollum sem fljótlegt er að gera og tilvalið að frysta afgangana og nota til dæmis í nesti síðar. Einnig er sniðugt að tvöfalda uppskriftina útbúa þannig mat eða nesti fram í tímann. Að sjálfsögðu má skipta nautahakki út fyrir aðrar tegundir af hakki.

 

Kjötbollur með heimalagaðri tómatostasósu

2,5 kg af nautahakki
1 hótellaukur, smátt saxaður
2 tsk. kummin
1 tsk. svartur pipar
400 g elduð hrísgrjón eða bygg
2 ferskt chili-aldin, fræhreinsað og
smátt skorið
1 búnt basil, ferskt og saxað
2 egg
½ dl BBQ-sósa (t.d. Hot Spot Blue)
olía til að steikja upp úr

Blandið öllu vel saman í stórri skál og geymið yfir nótt. Þannig kemur meira bragð í kjötið og betra verður að móta það í 30-40 g kúlur.

Hitið ofninn í 180°C. Steikið bollurnar á pönnu í 1 mín. á hvorri hlið og setjið þær í ofnskúffu. Bakið þær í ofninum í 5 mín. Berið fram með heimalagaðri tómat-ostasósu.

AUGLÝSING


Tómat-ostasósa

2 msk. olía
2 laukar, saxaðir
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 búnt basilíka, fersk
1 l tómatar, hakkaðir úr dós
1 krukka rautt pestó
1 krukka grænt pestó
50 g hunang
1 dós af rjómaosti með pipar
1 tsk. kjúklingakraftur
salt og pipar eftir smekk

Mýkið lauk og hvítlauk í potti með olíu á miðlungshita. Bætið tómötunum og báðum tegundum af pestóinu út í, sjóðið í 20 mín. á mjög lágum hita. Bætið hunangi í ásamt rjómaostinum og kjúklingakraftinum.

Bragðbætið með salti og pipar. Sósuna má gera 2 dögum áður en á að nota hana, hún verður bara betri við það.

Mynd/Kristinn Magnússon

Umsjón / Hinrik Carl Ellertsson
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni