Kvöldmaturinn kominn – einfalt, ódýrt og hrikalega gott linguini með þistilhjartarpestói

Deila

- Auglýsing -

Pasta er afar þægilegt hráefni sem hægt er að fara með í hvaða áttir sem er og nú þegar ítalska blað Gestgjafans rennur út eins og heitar lummur er ekki úr vegi að bæta þessari uppskrift við svona fyrir þá sem eru búnir að elda allt úr blaðinu. Þessi uppskrift er afskaplega bragðgóð og sniðug. Gott er að bera fram með pastanu ferskt salat.

 

Linguini með þilstilhjörtum, pistasíum og sítrónu
fyrir 3-4

þistilhjartapestó:
1 krukka grilluð þistilhjörtu, olían sigtuð frá
70 g pistasíur (1 poki)
1 sítróna, börkur og safi
2 hvítlauksgeirar, fínt rifnir
1 búnt steinselja
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
1 dl jómfrúarólífuolía

Setjið allt nema olíu saman í matvinnsluvél og maukið. Bætið olíunni út í í lítilli bunu. Bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Sjóðið linguini skv. leiðbeiningum og blandið pestói saman við, magn af pestói fer eftir smekk hvers og eins. Berið gjarnan fram með sítrónusneið og rifnum parmesanosti. Þistilhjartapestó er einnig mjög gott á samlokur eða kex og t.d. með fiski.

Uppskrift/Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd/Hákon Davíð Björnsson

- Advertisement -

Athugasemdir