Lambahryggur fylltur með kryddjurtum

Deila

- Auglýsing -

Uppskrift sem svíkur engan.

KRYDDJURTAFYLLTUR LAMBAHRYGGUR
fyrir 6

u.þ.b. 2 kg lambahryggur, úrbeinaður
hnefafylli ferskur graslaukur
hnefafylli fersk basilíka
1-2 rósmaríngreinar, nálarnar
4-5 hvítlauksgeirar, saxaðir
börkur af 1 sítrónu
2-3 msk. sítrónusafi
3-4 msk. ólífuolía
30 g parmesan-ostur, rifinn
50 g pekanhnetur, saxaðar
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Setjið kryddjurtir, hvítlauk, sítrónubörk og sítrónusafa í matvinnsluvél. Látið vélina ganga og bætið ólífuolíu saman við þar til maukið er vel samlagað og hæfilega þykkt. Blandið parmesan-osti og pekanhnetum saman við og bragðbætið með salti og pipar. Takið 2-3 msk. af maukinu frá og setjið restina inn í hrygginn, bindið hann upp með eldhúsgarni og makið kryddmaukinu sem tekið var frá utan á hrygginn.

Látið gjarnan standa í 2-3 klst.

KARTÖFLUR:
1-2 bökunarkartöflur
1 sæt kartafla

ólífuolía
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Hitið ofn í 190°C. Skerið kartöflurnar mjög þunnt, best er að nota mandólín til þess. Setjið bökunarkartöflusneiðarnar í sjóðandi saltvatn í 2-3 mín. og sigtið vatnið vel frá. Raðið kartöflusneiðunum og sætkartöflusneiðunum sitt á hvað á ofnplötu, dreypið ólífuolíu yfir og stráið vel af salti og pipar yfir. Setjið hrygginn ofan á og bakið í u.þ.b. 40 mín. eða þar til kjöthitamælir sýnir 60°C.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

 

- Advertisement -

Athugasemdir