• Orðrómur

Lambakjöt í kókoskarrí með blómkálshrísgrjónum – Réttur sem hentar vel fyrir þá sem eru á ketó

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þessi réttur er gómsætur og lágkolvetna og henta því vel fyrir þá sem eru á ketófæði. Rétturinn sló í gegn í tilraunareldhúsi Gestgjafans hjá þeim sem smökkuðu hann og eru ekki á neinum kúr heldur borða fjölbreyttan mat.

 

Lambakjöt í kókoskarrí með blómkálshrísgrjónum
fyrir 4

2 msk. kókosolía
2 hvítlauksrif, söxuð
1 skalotlaukur, saxaður
2 tómatar, skornir gróft
1 rauð paprika, söxuð
700-800 g lambakjöt, t.d. lærisneiðar eða súpukjöt, skorið í bita
1 tsk. garam masala,
1 tsk. kumminduft
2 tsk. karrí
2 tsk. sjávarsalt
pipar eftir smekk
1 rautt chili-aldin, saxað
1 dós kókosmjólk, fiturík
1 höfuð blómkál, skorið gróft
handfylli saxaður kóríander

- Auglýsing -

Hitið kókosolíuna og steikið lauk í smástund, bætið svo tómötum og papriku saman við ásamt kryddi, kjötbitum og chili-aldini, látið malla í um 10 mín. eða þar til kjötbitarnir hafa brúnast vel. Bætið þá kókosmjólkinni saman við og látið sjóða við vægan hita í 30-40 mín.

Setjið blómkálið út í síðustu mínúturnar ásamt kóríander.

Blómkálshrísgrjón

- Auglýsing -

1 höfuð blómkál
2 msk. smjör
handfylli fersk steinselja
1 msk. tamarisósa
svartur pipar eftir smekk
6 msk. parmesanostur

Setjið blómkálið í matvinnsluvél og rífið alveg niður í vélinni. Bræðið smjör á pönnu og hellið blómkálinu út á og steikið í 5 mín.

Setjið þá steinselju, tamarisósu, salt og pipar saman við og að lokum parmesanost. Takið af pönnunni. Berið fram með lambapottréttinum.

- Auglýsing -

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -