Lekker og einfaldur eftirréttur um jólin – bakaðara möndluperur með rjóma

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mjög misjafnt er hvort fólk sé með forrétt og eftirrétt á jólunum en okkur hér á Gestgjafanum finnst máltíðin í raun ekki fullkomnuð nema með góðum eftirrétti enda getur frískandi eftirrettur verið kærkominn til að létta aðeins á og oft borðum við örlítið minna af aðalréttinum sé von á eftirrétti. Þessi er afar einfaldur og gómsætur, gómsætur og frískadi og hann þarf ekkert að vera svo sætur. Hægt er að bera réttinn fram bæði með rjóma og ís.

Bakaðar möndluperur

fyrir 4

4 þroskaðar perur
safi úr 1 sítrónu
2 msk. smjör, skorið í bita
1 dl möndluflögur
1 msk. hrásykur (má sleppa)
1-2 msk. hlynsíróp (má sleppa)
2 ½ rjómi, þeyttur

Hitið ofn í 180°C. Afhýðið perurnar, skerið þær í tvennt og takið kjarnann úr. Penslið perurnar vel með sítrónusafa og raðið þeim í eldfast mót, setjið smjörbita ofan á og dreifið möndluflögum og hrásykri yfir (þetta má gjarnan gera nokkrum klst. áður en perurnar fara í ofninn því sítrónusafinn kemur í veg fyrir að perurnar verði brúnar).

Bakið í u.þ.b. 20 mín. Penslið gjarnan smjörinu og safanum yfir perurnar nokkrum sinnum á eldunartímanum. Ef perurnar eru ekki orðnar mjúkar er álpappír settur yfir mótið og bakað áfram í 10-20 mín. eða þar til perurnar eru hæfilega mjúkar.

Athugið að bökunartíminn fer eftir þroska peranna. Álpappírinn er settur yfir til þess að koma í veg fyrir að möndlurnar brenni.

Dreypið hlynsírópi yfir perurnar þegar þær eru teknar úr ofninum. Berið fram heitar eða volgar með þeyttum rjóma.

Uppskrift / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -