• Orðrómur

Leyndardómur um starf vínþjónsins – „Snýst ekki um að sitja allan daginn og drekka vín“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vínfræðingurinn og vínþjónninn Alba E. H. Hough tók nýverið við sem forseti Vínþjónasamtakanna. Hún hefur mikla reynslu í faginu og hefur keppt á fjölda móta
fyrir hönd Íslands víða um heim. Alba segir starfið sitt vera „geggjað“ en segir fagið
sveipað leyndardómi og hún vill breyta því. Í nýjasta Gestgjafanum er að finna viðtal við Ölbu þar sem hún segir lesendum nánar frá vínfræðinni en hún segir mikinn leyndardóm ríkja yfir faginu, og ekki bara leyndardómur heldur gætir einnig ákveðins misskilnings um margt að sögn Ölbu.

„Þetta snýst ekki um að sitja allan daginn og drekka vín og detta í það, það er ekki það sem vínþjónar gera eins og margir virðast halda,“ segir Alba og hlær. „Ég fæ reglulega spurninguna: „Ertu þá bara alltaf full?“, það er ákveðin týpa sem spyr að þessu en við erum að vinna í að leiðrétta þennan misskilning.“ Alba segir mikla möguleika felast í því að vera vínfræðingur. „Ef þú ert með vínfræðigráðu í rassvasanum eru tækifærin fjölmörg á alþjóðavettvangi. Vín er bara tungumál og fólk getur farið víða um heim og unnið sem vínþjónar.“

Spurð út í hvað felist í því að starfa sem vínþjónn segir Alba starfið vera fjölbreytt. „Að vinna sem formlegur vínþjónn húss snýst annars vegar um allt utanumhald á vínseðli og umsjón með vínbirgðum hússins. Allt þarf að vera gert í samræmi við þarfir veitingahússins. Vínþjónn þarf svo að vera meðvitaður um hvernig á að meðhöndla vínið og matarmenninguna á veitingahúsinu, að geta hugsað vínið og matinn sem eina heild. Að para vínseðla við matseðla er mikilvægur partur af starfinu. Þá þarf vínþjónn að geta miðlað þekkingunni til annarra starfsmanna veitingahússins,“ segir Alba meðal annars.

„Vín er bara tungumál og fólk getur farið víða um heim og unnið sem vínþjónar.“

- Auglýsing -

„Eitt það besta við starfið er að vinna á gólfinu með vöruna og gestunum. Þegar maturinn og vínið er gott og sömuleiðis þjónustan þá verður kvöldið eftirminnilegt fyrir gestinn og það er æðislegt að fá að taka þátt í því að skapa góða minningu með fólki.“

Lestu viðtalið við Ölbu í heild sinni í nýjasta blaði Gestgjafans en þar fengum við Ölbu einnig til að velja fjögur vín sem eru í uppáhaldi hjá henni þessa dagana.

Sjá einnig: Litríkt og ljúffengt á vorlegum nótum

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -