• Orðrómur

Lifnar loksins yfir Klapparstígnum – Götumarkaðurinn opnaður í dag

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýi pop-up veitingastaðurinn við Klapparstíg 28-30 kallast Götumarkaðurinn og verður opnaður í dag.

Húsnæðið við Klapparstíg 28-30 hefur staðið autt síðan veitingastaðurinn Skelfiskmarkaðurinn hætti rekstri í mars 2019.

Með Götumarkaðinum fá minni veitingaaðilar tækifæri til að bjóða upp á götumat í þessu glæsilega húsnæði sem er örlítið fínni umgjörð en gengur og gerist þegar götubiti er annars vegar. „Hugmyndin er í sjálfum sér einföld. Tveir til þrír veitingaaðilar munu taka yfir eldhúsið hverju sinni í skemmri tíma,“ sagði Róbert Aron Magnússon, framkvæmdastjóri Reykjavík Street Food, í samtali við Gestgjafann í ágúst. 

- Auglýsing -

Götumarkaðurinn opnar í dag klukkan 17.00. Þeir aðilar sem verða á svæðinu þessa opnunarhelgi eru Vængjavaginn, Rvk Raclette, Mónópól (Vínstúkan Tíu Sopar) og Dj Karítas sér um tónlistina.

Húsnæðið við Klapparstíg 28-30 var tekið í gegn og innréttað á glæsilegan hátt þegar Skelfiskmarkaðurinn hóf rekstur. Litlar sem engar breytingar þurfti að gera á staðnum áður en Götumarkaðurinn tók yfir. Mynd / Hákon Davíð

Sjá einnig: Blása lífi í húsnæðið við Klapparstíg með götubita í fínni búning

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -