2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Áhugaverðar staðreyndir um London

London er vinsæl meðal Íslendinga og hefur upp á margt að bjóða. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um borgina.

 

Á alþingi Breta „The Houses of Parliament“ eru lögin búin til en samkvæmt þeim er bannað með lögum að deyja í þinghúsinu svo það er eins gott að enginn þingmaður hrökkvi upp af.

Þeir sem hafa komið til London hafa kannski rekist á fólk á mótorhjóli í skærlituðu endurskinsvesti með risastórt götukort undir arminum og undrast hvað viðkomandi sé að gera. Líklegast er að þarna sé tilvonandi leigubílstjóri í námi. Það tekur nefnilega allt frá 2-4 árum til að verða leigubílstjóri í svörtu leigubílunum. Í raun þurfa leigubílstjórarnir að læra nánast hvar allar götur borgarinnar eru utan að.

Það tekur allt frá 2-4 árum til að verða leigubílstjóri í svörtu leigubílunum.

AUGLÝSING


Neðanjarðarkerfið í London er með þeim stærri í heimi en um það ferðast þrjár milljónir manna á hverjum vikum degi. Í ljósi þessara miklu fólksflutninga þykir með nokkrum ólíkindum að ekki fleiri en þrjú börn hafi fæðst í lestum eða á lestarstöðvum. Frægasti einstaklingurinn, sem fæddist á Highgate-stöð þann 13. febrúar, var Jerry Springer en það gerðist árið 1944 þegar móðir hans leitaði skjóls frá sprengjuregni Þjóðverja.

Neðanjarðarkerfið í London er með þeim stærri í heimi.

Hinn þekkti og vinsæli sumardrykkur Breta var fundinn upp í London í þeim tilgangi að auka sölu á ostrum. Það var árið 1820 sem maður að nafni James Pimm rak ostrubar sem gekk heldur illa og því fann hann upp drykkinn sem inniheldur meðal annars gin en hann kallaði hann No. 1 cup og síðan þá hafa Bretar og fleiri notið drykkjarins góða en hann er sérlega vinsæll á heitum sumardögum.

Í dag vita flestir að eiturlyf eru bönnuð í borginni en þar til 1916 var hægt að kaupa kókaín og heróín í Harrods.

Einu sinni gat fólk skellt sér í Harrods til að kaupa kókaín og heróín.

Myndir / Unsplash

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum