2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Níu góðir vegan-veitingastaðir í London

Blaðakona Vogue tók á dögunum saman lista yfir nokkra góða vegan-veitingastaði í London. Fyrir nokkrum árum voru ekki margir veitingastaðir í London sem sérhæfðu sig í vegan-mat en núna er flóran orðin fjölbreytt og mikið í boði.

Í samantekt sinni segir blaðakona Vogue þetta vera bestu vegan-staðina í borginni. Þeir staðir sem komust á lista eru Filth, Farmacy, Lele’s, Club Mexicana, Temple of Seitan, Kin Café, Redemption Bar, 222 Veggie Vegan og Itadaki Zen.

Farmacy er fallega innréttaður staður. Þar er hægt að fá lífrænan og ljúffengan mat og einnig gómsæta kokteila.

Á Lele’s er hægt að fá alls kyns góðgæti en litríkur og ferskur matur í skálum og bakkelsi er þeirra sérsvið.

AUGLÝSING


Club Mexicana er litríkur og lifandi staður sem hefur náð miklum vinsældum.

Á Temple of Seitan er boðið upp hinn fullkomna þynnkymat, djúpsteikta og djúsí rétti.

Matseðillinn á Kin Café breytist reglulega en bakkelsin hafa slegið í gegn. Mynd / kincafe.co.uk

Á Filth er víst hægt að fá hinn fullkomna vegan-borgara.

Brönsinn á Redemption Bar fær góða einkunn hjá grænkerum.

222 Veggie Vegan var opnaður árið 2004 og því með fyrstu vegan-stöðunum í London

Itadaki Zen er sushistaður sem fær afar góða einkunn frá grænkerum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum