2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Dill í Kjörgarð

Veitingastaðurinn Dill mun opna í Kjörgarði.

 

Við sögðum frá því í byrjun ágúst að Dill, eini íslenski veitingastaðurinn sem hefur hlotið Michelin-stjörnu, hefði verið lokað. En aðdáendur Dill geta tekið gleði sína á ný því unnið er að því að opna Dill í Kjörgarði, Laugavegi 59. Þetta kemur fram í Markaðnum.

Veitingastaðurinn Nostra var áður í húsnæðinu en honum var lokað í maí.

Þess má geta að árið 2017 fékk Dill Michelin-stjörnu en missti stjörnuna í byrjun þessa árs. Gunn­ar Karl Gísla­son, mat­reiðslu­meist­ar­i og einn þeirra sem stofnuðu Dill, greindi þá frá því í viðtali við Morgunblaðið að það hefði komið honum á óvart þegar Dill missti stjörnuna eftirsóttu en að planið væri að endurheimta hana.

AUGLÝSING


Sjá einnig: Veitingastaðnum Dill lokað

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum