Noma lokar vegna COVID-19 kórónaveirunnar: „Við erum saman í þessu alla leið“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eigendur Noma veitingastaðarins í Kaupmannahöfn í Danmörku tilkynntu í gær að veitingastaðnum yrði lokað tímabundið á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir, til 14. apríl hið minnsta.

 

Í tilkynningunni kemur fram að um sé að ræða nauðsynlega ráðstöfun svo starfsfólk veitingastaðarins geti einbeitt sér að fjölskyldum sínum.

„Þrátt fyrir að samvera sé okkur hjartfólgin í því sem við gerum, þá er staðreyndin sú að í dag er samvera ekki það besta fyrir samfélagið okkar. Nú skiptum við yfir í fjölskyldugírinn og höfum við gert skuldbindingar gagnvart starfsfólki okkar og fjölskyldum þeirra,“ segir í færslu á Instagram.

View this post on Instagram

Dear friends. With all that we know and continue to learn, and scientific evidence urging us all to reduce non-essential social contact, we are making the most difficult decision to temporarily close restaurant noma until Tuesday 14th April at the earliest. Despite the fact that being together is at the heart of everything we do, the reality is very much that at this time, being together is not in the best interests of our community. For now, noma is shifting into family mode and we have made a number of commitments to our team and their families. We may be closing the doors to our restaurant for a short while, but we are not closing the doors to life, to friendship, to community, or to each other. We will be together every step of the way. The challenges we face are the same ones faced by our friends and colleagues across Copenhagen, Denmark and around the world. We stand with all of them and we face these challenges together. On behalf of our industry, and to our guests and guests of restaurants all around the world, if you wish to help, rather than cancel you could perhaps postpone your reservations to a later date or even buy a gift card to support your favourite restaurant. Please also continue to support those restaurants, cafés, bakeries and food stores that remain open – the people who work there are your friends and neighbours. We are one community. We are learning more with every day and will share updates on our path forward here and via our website. Our full statement is available at noma.dk (link in bio).

A post shared by noma (@nomacph) on

„Við lokum dyrum veitingastaðar okkar tímabundið, en við erum ekki að loka hurðinni á lífið sjálft, vináttu, samfélagið eða hvert annað. Við erum saman í þessu alla leið.“

Þeim tilmælum er beint til viðskiptavina veitingastaða um heim allan að í stað þess að afturkalla pantanir, að fresta þeim frekar til seinni tíma og/eða kaupa gjafabréf og styðja þannig við veitingahúsin. Jafnframt að styðja við veit­inga­hús, kaffi­hús, bakarí og matvöruverslanir sem ákveða að hafa opið, fólkið sem þar vinni sé vinir okkar og nágrannar. „Við erum samfélag.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Þegar tryggingar snúast um fólk

Tryggingafélagið VÍS hefur nýlega vakið athygli fyrir að boða nýjung á bílatryggingamarkaði, svokallaðan Ökuvísi. Ætlunin er að...