Límónu- og pistasíuhnetukaka sem óhætt er að mæla með

Deila

- Auglýsing -

Þessi dásamlega kaka inniheldur töluvert magn af pistasíuhnetum. Í mörgum löndum eru þessar fallegu og gómsætu hnetur notaðar í brauð, kökur, ís og eftirrétti en náttúrulegi liturinn gerir sætmetið og kökurnar sem þær eru notaðar í fallega grænar. Við mælum eindregið með þessari köku.

Límónu- og pistasíuhnetukaka

8-10 sneiðar

140 g pistasíuhnetur
200 g sykur
½ tsk. fínt salt
150 g smjör við stofuhita, í bitum
4 egg 1
½ dl mjólk
1 tsk. vanilludropar
½ tsk. möndludropar
1 tsk. lyftiduft
130 g hveiti

Hitið ofn í 160°C. Malið pistasíuhneturnar í matvinnsluvél og bætið sykri og salti saman við. Stoppið vélina áður en allt verður  að mauki, blandan á að vera púðurkennd. Bætið smjöri saman við, blandan verður svolítið kekkjótt fyrst en haldið áfram að blanda þar til allt verður mjúkt og glansandi.

Bætið eggjunum saman við, einu í senn og látið síðan mjólkina saman við ásamt vanilludropunum. Setjið að síðustu hveiti og lyftiduft út í. Setjið deigið í vel smurt 26 cm formkökuform og bakið í 60­70 mín.

Gott er að stinga prjóni í miðju kökunnar þegar um 60 mín. eru liðnar, ef hann kemur hreinn út er kakan tilbúin. Látið kökuna kólna í 10­15 mín. í forminu og losið hana síðan og látið kólna alveg á grind.

Límónukrem 100 g rjómaostur 150 g flórsykur 1 límóna, safi og börkur notaður 40-50 g saxaðar pistasíuhnetur, til skrauts

Þeytið rjómaostinn og bætið flórsykrinum saman við ásamt safa og berki. Kremið á að vera seigfljótandi þannig að gott sé að dreifa því yfir kökuna. Setjið kremið á kökuna þegar hún hefur alveg kólnað.

Þessi kaka er mjög góð á fyrsta degi en eiginlega betri daginn eftir. Kökuna má geyma við stofuhita í nokkra daga.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson

 

- Advertisement -

Athugasemdir