• Orðrómur

Linsubaunasúpa úr nýju uppskeruhandbók Gestgjafans – algert sælgæti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er að finna fjöldann allan af gómsætum uppskriftum úr uppskerunni enda margt grænmeti að koma upp úr jörðinni um þessar mundir. Í blaðinu er að finna einstaklega spennandi laxa og silungarétti ásamt fjölbreyttum uppskriftum af sætum réttum þar sem ber eru í aðalhlutverki. Hér er ein afar bragðgóð og holl uppskrift úr blaðinu þar sem notaðar eru nýjar gulrætur, sellerí og ferskar kryddjurtir sem blandað er saman við önnur sælkerahráefni á borð við linsubaunir og seiðandi krydd.

Linsubaunasúpa
fyrir 4-6

3 msk. ólífuolía
2 rauðlaukar, smátt saxaðir
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2-3 gulrætur, skornar í bita
1-2 sellerístilkar, skornir í bita
2 dl grænar linsubaunir
1 tsk. túrmerikduft
1 tsk. kumminduft
2 tsk. paprikuduft
2 tsk. Arabískar nætur
kryddblanda frá Pottagöldrum
1 dós niðursoðnir tómatar
1 lítri kjúklinga- eða
grænmetissoð
safi úr ½ -1 límónu
1 tsk. agave-síróp eða sykur
salt og pipar
hnefafylli fersk mynta, söxuð
hnefafylli fersk steinselja, söxuð
hnefafylli ferskt dill, saxað

- Auglýsing -

Hitið olíu í potti og steikið lauk við meðalhita. Bætið hvítlauk, gulrótum og selleríi saman við og steikið í u.þ.b. 10 mínútur. Bætið linsubaunum saman við og steikið ásamt kryddinu í nokkrar mínútur. Bætið þá tómötum og krafti/soði saman við og látið sjóða í 15-20 mínútur. Bragðbætið með límónusafa, salti, pipar og ferskum kryddjurtum. Setjið gjarnan slettu af hreinni jógúrt eða sýrðum rjóma ofan á og skreytið með ferskum kryddjurtum.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Uppskrift/Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -