• Orðrómur

Linsubaunir: hollt, gott og ódýrt hráefni – Fjórir linsubaunaréttir sem þú ættir að prófa

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Linsubaunir eru stútfullar af góðri næringu en þrátt fyrir það eru þær ekkert mjög algengar á borðum landsmanna. Hér deilum við fjórum uppskriftum að linusbaunaréttum úr Gestgjafanum.

Við mælum eindregið með þessum:

Ljúffengar linsubaunabollur með kryddaðri jógúrtídýfu

Meinhollur linsubaunaréttur með eggi

- Auglýsing -

Linsubaunasúpa með brúnuðu smjöri, chili og kóríander

Geggjaður grænmetisréttur: Baunir með tómötum og chimichurri-mauki

Þess má geta að eldun og bragð linsubauna er misjafnt eftir tegund.

  • Grænar linsubaunir þurfa aðeins lengri eldunartíma eða u.þ.b. 40-45 mín. en þær halda sér vel í eldun og henta því vel t.d. í salat eða í meðlætisrétti.
  • Rauðar, gular og appelsínugular taka styttri suðutíma yfirleitt ekki nema 20-25 mín. þær halda lögun sinni aftur á móti verr og leysast svolítið upp og henta því vel í súpur og pottrétti.
  • Brúnar linsubaunir eru mikið notaðar í Evrópu og Norður-Ameríku en þær halda lögun sinni vel eftir eldunina sem tekur u.þ.b. 25 mín. Þær eru með mildan hnetu-jarðarkeim.
  • Svartar linsubaunir tekur um 25 mín. að elda en þær halda lögun sinni vel og eru bragðmiklar með jarðar-, hnetu- og reyktóna.
- Auglýsing -

Í nýjasta Gestgjafanum finnur þú svo fleiri gómsætar og girnilegar uppskriftir að fjölbreyttum linsubaunaréttum sem eru frekar auðveldir, hollir og ekki spillir fyrir að þeir eru fallegir og ódýrir.

Í nýja blaðinu finnur þú til dæmis uppskrift að þessari súkkulaðibrúnku með rauðum linsubaunum og hnetusmjöri. Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir Stílisti / Hanna Ingibjörg Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -